Bílabúð Benna aðstoðar 150 fjölskyldur um jólin

skrifað mánudagur, 23. desember, 2013
Bílabúð Benna aðstoðar 150 fjölskyldur um jólin

"Hjálparstarf þessara aðila hefur lengi gengt mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi, en þó er þörfin fyrir aðstoð þeirra sérstaklega brýn um þessar mundir, því miður," sögðu hjónin Margrét Beta Gunnarsdóttir og Benedikt Eyjólfsson, eigendur Bílabúðar Benna við afhendingu jólaaðstoðar til Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, nú á dögunum. “Við erum þakklát fyrir að geta aðstoðað 150 fjölskyldur með þessum hætti í ár fyrir milligöngu Mæðrastyrksnefndar.” Í stað þess að senda viðskiptavinum sínum jólagjafir í ár hefur Bílabúð Benna ákveðið frekar að gefa 150 hamborgarhryggi frá Kjarnafæði, til einstaklinga og fjölskyldna, sem eru í neyð og þurfa á aðstoð að halda yfir hátíðarnar. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd, Benedikt Eyjólfsson og Margrét Beta Gunnardsdóttir frá Bílabúð Benna og Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir frá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.