Kökukveðja frá Noregi

skrifað 03. jún 2011
Kökukveðja frá Noregi

Þakklæti á sér engin landamæri. Því fengu þeir Svavar Sigurðsson og Sigurður Sigurðsson í varahlutaþjónustu Bílabúðar Benna, að kynnast nú á dögunum.

Þeir hafa eignast marga ánægða viðskiptavini í gegnum tíðina, sem hafa tjáð þakklæti sitt á margvíslegan hátt.  Þeir félagar urðu þó fyrir alveg nýrri reynsla þegar ánægður viðskiptavinur þakkaði fyrir frábæra þjónustu með því að senda þeim risatertu….frá Noregi.  Sigurður og Svavar buðu samstarfsfólki að deila gómsætum veisluföngunum með sér; sem létu ekki segja sér það tvisvar.

Kökukveðja frá Noregi