BIFVÉLAVIRKI

Bílabúð Benna óskar eftir vönum bifvélavirkja til starfa á þjónustuverkstæði fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi með þægilegt viðmót, keppnisskap og hæfileika til að vinna í teymi.

Starfssvið

• Viðgerðir og viðhald á bílum frá Porsche, Opel og SsangYong.
• Ábyrgðarviðgerðir á bílum í ábyrgð.
• Þátttaka í þjálfunarætlun framleiðenda.

Hæfniskröfur

• Menntaður bifvélavirki með meistararéttindi eru æskileg. Önnur menntun kemur til greina.
• Góð kunnátta í ensku og tölvufærni.
• Sjálfstæður í vinnubrögðum.
• Metnaður og vilji til að ná árangi.

Umsókn, ásamt ferilskrá, berist til:
aevar@benni.is fyrir 14. janúar.