Framúrskarandi sölumaður

Bílabúð Benna

ERT ÞÚ FRAMÚRSKARANDI SÖLUMAÐUR?

Bílabúð Benna leitar að öflugum einstaklingi í starf sölumanns nýrra og notaðra bíla í Reykjanesbæ. Starfið felur í sér kynningu, sölu, frágang og afgreiðslu á nýjum og notuðum bílum. Umsækjandi þarf að koma vel fram, vera þjónustulipur, samviskusamur og geta sýnt frumkvæði í starfi. Aðeins vanir sölumenn koma til greina.

Starfssvið:
• Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
• Gerð tilboða

Hæfniskröfur:
• Reynsla af sölumennsku skilyrði
• Framúrskarandi þjónustulund
• Góð færni í mannlegum samskiptum
• Útsjónarsemi og sjálfstæð vinnubrögð
• Gott vald á íslensku og ensku
• Góð tölvukunnátta

Umsókn ásamt ferilskrá sendist í síðasta lagi mánudaginn 16. apríl, merkt „Sölumaður-nýir“ á netfangið: benni@benni.is. Fullum trúnaði er heitið.

Bílabúð Benna ehf. er 43 ára þjónustufyrirtæki bílaáhugamannsins. Fyrirtækið flytur inn og selur vara- og fylgihluti í allar tegundir bifreiða. Bílabúð Benna ehf. er umboðsaðili nýrra bíla frá Porsche, Opel og SsangYong.