100 bílar seldir

skrifað 11. mar 2011
100 bílar seldir

Í bítið í morgun  var öllum starfsmönnum Bílabúðar Benna boðið til morgunverðar og tilheyrandi  í Chevrolet salnum. Tilefnið var að fagna frábærum árangri í bílasölu fyrirtækisins.

Chevrolet, sem nú er 100 ára, hefur verið söluhæstur á íslenska markaðnum það sem af er ári með 100 bíla selda.  Það samsvarar 28% markaðshlutdeild.

Starfsfólk Bílabúðar Benna  hurfu síðan sælir og vel mettir til starfa í öllum deildum fyrirtækisins, staðráðnir að fylgja eftir góðu gengi í byrjun árs.