30.000 fyrirfram pantanir á Astra
Ellefta kynslóðin af Opel Astra var frumsýnd á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt og hefur vakið mikla athygli.
“Við áttum sannarlega von á góðu, en þetta toppar allt,” sagði Dr. Karl-Thomas Neumann, forstjóri Opel í Þýskalandi, í viðtali að lokinni afhjúpun Astra á sýningunni. „Nú þegar hafa um 30 þúsund pantanir borist þó að opinber markaðssetning nýs Astra sé ekki fyrr en 10. október“. Einsog komið hefur fram er ný Astra hlaðin eftirsóknarverðum nýjungum sem margar hverjar hafa verið einskorðaðar við lúxusbíla. Hér vekja mesta athygli ný sæti með nuddi, hitakerfi og loftræstingu, sem þróuð hafa verið af tæknimönnum Opel sem og Opel On-Star upplýsingakerfið sem setur ný viðmið í bílaheiminum. Þá má nefna nýtt háþróað LED matrix framljósakerfi sem hingað til hefur aðeins verið fáanlegt í dýrustu lúxusbílum á markaðnum. Ný Astra verður fáanlegur hjá okkur fljótlega eftir áramót.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag