Áslaug vann í Toyo leiknum.
skrifað miðvikudagur, 5. nóvember, 2014

Bílabúð Benna, Nesdekk og Bylgjan stóðu að Toyo leiknum á Facebook í haust og leyndi sér ekki á þátttökunni að Toyo harðskeljadekkin njóta mikils trausts á meðal Íslendinga.
Hátt í tvö þúsund manns freistuðu gæfunnar og voru þrír aukavinningar dregnir út daglega samfleytt í tíu daga og hlutu þeir heppnu ókeypis umfelgun. Aðalvinningurinn var svo dreginn út um síðustu mánaðarmót og upp úr pottinum kom nafn Áslaugar Lilju Káradóttur.
Það er óhætt að segja að vinningurinn hafi lent á besta stað því að Áslaug stóð frammi fyrir dekkjakaupum fyrir veturinn. Við hjá Bílabúð Benna óskum Áslaugu og fjölskyldu til hamingju með nýju harðskeljadekkin og sendum bestu kveðjur til allra þátttakenda í Toyo leiknum.
Eldri fréttir
-
27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
-
05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september