Auglýsing slær í gegn

skrifað 07. sep 2011
Auglýsing slær í gegn

Um síðustu helgi fór fram Chevroletmótið, sem var lokamótið í Eimskipsmótaröðinni. Meðfram mótinu stóðu Bílabúð Benna og Golfsamband Íslands að höggleik sem kallaðist “Chevrolethola í höggi”.

Í vinning fyrir holu í höggi var glæsikerran Chevroler Camaro. Þátttaka var góð og öllum heimil. Er skemmst frá því að segja að enginn hreppti hnossið. Það vakti þó sérstaka athygli og kátínu á meðal viðstaddra að einum keppanda tókst að slá kúlunni í bílinn sjálfan, sem staðsettur var á keppnisstað. Gárungarnir vildu meina að hann hefði tekið blaðaauglýsinguna fyrir mótið full bókstaflega.

 

Auglýsing slær í gegnAuglýsing slær í gegnAuglýsing slær í gegnAuglýsing slær í gegnAuglýsing slær í gegnAuglýsing slær í gegnAuglýsing slær í gegnAuglýsing slær í gegnAuglýsing slær í gegnAuglýsing slær í gegn