Bílabúð Benna er grænjaxl
Bílabúð Benna er stoltur grænjaxl og styður Grænn apríl verkefnið. Fyrirtækið leggur sitt af mörkum til umhverfisverndar með margvíslegum hætti.
Nýlegt dæmi er framlag fyrirtækisins í baráttunni gegn svifryksmengun í andrúmsloftinu sem hvatti fólk til að sniðganga nagladekk, sem rannsóknir sýna að eiga þar stóra sök. Valkosturinn sem boðið er upp á eru umhverfisvænni harðskeljadekk frá Toyo Tires.
Bílabúð Benna hefur einnig tekið virkan þátt í að gera bifreiðaeigendum kleift að nýta metan, sem er innlendur orkugjafi, í bíla sína og var með fyrstu bílaumboðum hérlendis til að bjóða viðskiptavinum sínum þann valkost.
Fyrirtækin Porsche og Chevrolet, sem eru flaggskipin í nýjum bílum hjá Bílabúð Benna, hafa farið í fremstu röð bílaframleiðenda bæði við þróun nýrra orkugjafa sem og að bæta nýtingu þeirra sem fyrir eru. Nýjasta afurð Chevrolet, rafbílinn Volt, boðar byltingu á sviði vistvænna ökutækja og kemur til landsins í lok árs.
Samstarf Bílabúðar Benna við þessa öflugu bílaframleiðendur gerir okkur því kleift að auka framboðið í umhverfisvænum valkostum í bílaflota landsmanna og horfa björtum augum til vænni og grænni framtíðar.
Við hvetjum alla til að kynna sér Grænan apríl á síðunni www.graennapril.is