Bílabúð Benna frumsýnir sportjeppann Macan
Haft hefur verið á orði að sportið sé í genunum á Porsche enda er framleiðandinn þekktur fyrir marga af óviðjafnanlegustu sportbílum heimsins. Árið 2002 markaði Porsche sér einnig afgerandi sérstöðu í flokki lúxusjeppa með kynningu á Cayenne. Nú, tólf árum síðar, hefur þessum meistara sportbílanna tekist að sameina bestu eiginleika Porsche í nýjum bíl; Þetta er sportjeppinn Macan.
Bílablaðamenn hafa lofað bílinn í hástert og eru á einu máli um að Macan sverji sig rækilega í ættina. Viðtökur á markaðnum hafa og farið fram úr björtustu væntingum framleiðenda. Sem stendur er hann uppseldur víða og er t.d. 8 mánaða bið eftir honum í framleiðslulandinu Þýskalandi.
Nú er sportjeppinn Macan kominn til Íslands og Bílabúð Benna frumsýnir hann á sumardaginn fyrsta 24. apríl, milli kl. 11:00 og 16:00. Macan verður einnig í öndvegi í Porsche salnum næstu dagana, ef það hentar fólki betur.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag