Bílabúð Benna í Eyjum um helgina
Gæðagripir frá Chevrolet og Porsche
Það er öruggur vorboði þegar við leggjum land undir fót og þeytumst með nýju bílana okkar landshorna á milli. Við heimsóttum heiðursfólk á Snæfellsnesi um síðustu helgi og nú “brunum” við með bílalestina til Vestmannaeyja og sláum upp sýningu bæði laugardag og sunnudag.
Við sýnum nýjustu bílana frá Chevrolet sem notið hafa mikilla vinsælda meðal landsmanna fyrir ríkulegan staðalbúnað, sparneytni og hagstætt verð. Auk þess munu Eyjaskeggjar fá að berja augum nýja sportjeppann Macan frá Porsche, sem frumsýndur var hjá okkur nú á dögunum og hefur vakið mikla athygli víða um heim.
Sýningin verður haldin við bíla- og vélaverkstæðið Nethamar, Garðavegi 1, laugardag og sunnudag, frá kl. 12:00 til 16:00 báða dagana.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna og verðum með heitt á könnunni.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag