Bílabúð Benna styrkir UNICEF

skrifað fimmtudagur, 15. júní, 2017
UnicefUnicef

Bílabúð Benna styrkti UNICEF um eina milljón króna á Degi rauða nefsins sem haldinn var á RÚV 9. júní sl. Þessi styrkur kemur til viðbótar við fimm hundruð þúsund króna framlag fyrirtækisins um áramótin síðustu.

„Við berum mikla virðingu fyrir starfi UNICEF og erum stolt af því að styðja við hjálparstarf sem snýr að bættum aðbúnaði og réttindum barna á heimsvísu“, segir Benedikt Eyjólfsson. Tilgangur söfnunarinnar að þessu sinni var að fjölga heimsforeldrum UNICEF og að hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að styðja hjálparstarf UNICEF í þágu barna um heim allan.

Við hvetjum alla til að kynna sér það góða starf sem UNICEF vinnur, sjá nánar á vefsíðu samtakanna HÉR