Bílar og Dekk þjónustuaðili Chevrolet á Akranesi
Bílar og Dekk á Akranesi eru komnir í hóp viðurkenndra þjónustuaðila Chevrolet á landsbyggðinni. Starfsmenn frá Bílabúð Benna og fyrirtækinu handsöluðu nýverið samning þar að lútandi. „Þetta kemur á besta tíma, við erum nýlega komnir með fullkomna bilanagreiningu og höfum því tök á að veita Chevrolet eigendum á svæðinu og ferðamönnum ennþá betri þjónustu í framtíðinni,“ segja þeir Óskar Rafn Þorsteinsson og Ólafur Eyberg Rósantsson eigendur Bíla og Dekk.
“Við höfum átt mjög gott samstarf við Bíla og Dekk undanfarin ár og fögnum þessum nýja áfanga“, segir Jóhannes Egilsson, þjónustustjóri hjá Bílabúð Benna. „Þetta er liður í að þétta þjónustunetið okkar fyrir Chevrolet eigendur, en þeim hefur fjölgað hratt undanfarin ár.“ Bílar og Dekk eru einnig umboðsaðilar fyrir dekk frá Bílabúð Benna, s.s. Toyo, PFGoodrich, Interstate og Maxxis.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag