Viðbragðsáætlun Bílabúðar Benna vegna Covid-19

skrifað miðvikudagur, 25. mars, 2020
Viðbragðsáætlun Bílabúðar Benna vegna Covid-19

Bílabúð Benna hefur virkjað viðbragðsáætlun og tekið upp nýjar verklagsreglur í starfsemi sinni í samræmi við ráðleggingar Sóttvarnalæknis og Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Reglurnar gilda fyrir starfsfólk og starfsstöðvar okkar og skiptist annarsvegar í almennar reglur gagnvart viðskiptavinum og hinsvegar sértækar reglur sem lúta að verklagi starfsfólks. Áætlunin hefur verið kynnt fyrir starfsfólki.

Regluleg sótthreinsun á húsnæði og bílum
Regluleg sótthreinsiþrif hafa verið tekin upp á Þjónustuverkstæði Bílabúðar Benna. Allir bílar viðskiptavina eru nú sótthreinsaðir á snertiflötum, bifvélavirkjar nota einnota hanska við störf og allir helstu snertifletir sótthreinsaðir að þjónustu lokinni. Þá er þess sérstaklega gætt að stýri, gírstöng, gólf og sæti séu ekki óvarin á meðan að á þjónustu stendur. Loks eru bíllyklar viðskiptavina sótthreinsaðir fyrir og eftir þjónustuskoðun.

Sækjum bílinn til þín
Viðskiptavinum Bílabúðar Benna á höfuðborgarsvæðinu sem eiga pantaðan tíma fyrir bíl í þjónustuskoðun og komast ekki að heiman, býðst að láta sækja bílinn heim. Að sjálfsögðu skilum við honum aftur að þjónustu lokinni.

Sótthreinsaður reynsluakstur
Sérstakar verklagreglur hafa verið teknar upp hjá starfsfólki Bílabúðar Benna þegar um reynsluakstur er að ræða. Þær lúta að reglulegum sótthreinsunum á öllum snertiflötum bílsins, sem og bíllyklum, fyrir og eftir reynsluakstur.

Opnunartímar sýningarsala
Hefðbundnir opnunartímar eru í gildi á öllum starfsstöðum Bílabúðar Benna nema á Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ þar sem opið er frá 12-17 alla virka daga. Við bendum einnig á að hægt er að hafa samband við fyrirtækið í síma 590-2000 og með tölvupósti á benni@benni.is.