Camaro í Smáralind

skrifað föstudagur, 12. október, 2012
camaro_smaralindcamaro_smaralind

Nú er nýútkomin út hjá Forlaginu bókin Bílar í máli og myndum. Bókin er bæði vegleg og metnaðarfull; sannkölluð skemmtireisa í gegnum bílasöguna. Í tilefni af kynningu hennar, þessa dagana, verður ein af “stjörnum” bókarinnar, Chevrolet Camaro SS, til sýnis fyrir framan bókabúðina Eymundsson í Smáralind. Tilvalið að kíkja í Smáralindina um helgina og kynna sér sögu bílanna.