Chevrolet bílasýning á Snæfellsnesi
skrifað 21. jún 2010

Þriðjudaginn n.k. munu fulltrúar frá Chevrolet á Íslandi koma í heimsókn á Snæfellsnesið. Til sýnis verða nýjir bílar frá Chevrolet fyrir alla til að skoða og reynsluaka. Meðal þeirra bíla sem verða á staðnum er hinn nýji Chevrolet Spark sem frumsýndur var á 35 ára afmælisdegi Bílabúðar Benna.
Chevrolet Spark hefur slegið í gegn í Evrópu sem einn fallegasti og skynsamasti kostur í flokki minni fólksbíla. Bíllinn er einstaklega lipur og sparneytinn og fengið fjölmörg lof fyrir gæði í smíði og hönnun. Ekki spillir fyrir að hann er ódýrasti bíllinn á markaðnum í dag. Chevrolet hefur í góðu samstarfi unnið með umboðsaðila merkisins á Íslandi, Bílabúð Benna að því að koma með nýja bíla á lager á góðu verði þannig að viðskiptavinir getu átt kost að kaupa nýjan bíl í 3 ára ábyrgð í stað þess að kaupa notaða bíla. Einnig verða á staðnum Chevrolet Cruze, Chevrolet Aveo og vinsæli sportjeppninn Chevrolet Captiva. Einnig munu sölufulltrúar kynna sértilboð á Chevrolet Lacetti Station en hann er nú á sérstöku afmælistilboði.
Dagskrá sýningar er:
Þriðjudagurinn 22. Júní:
Kl. 11:00 – 13:00 – Stykkishómur við bensínstöðina N1
Kl. 14:00 – 16:00 – Grundarfjörður við bensínstöðina N1
Kl. 17:00 – 19:00 – Ólafsvík við bensínstöðina N1
Kl. 19:30 – 21:00 – Rif við Bílaverkstæði Ægirs.