Chevrolet og Manchester United gera risasamning

skrifað þriðjudagur, 5. júní, 2012
Bryan Robson og Ryan Giggs, einhverjir þekktustu leikmenn Manchester United til margra ára, voru viðstaddir  undirritun samningsins milli Manchester United og Chevrolet.Bryan Robson og Ryan Giggs, einhverjir þekktustu leikmenn Manchester United til margra ára, voru viðstaddir undirritun samningsins milli Manchester United og Chevrolet.

Chevrolet hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að auka markaðshlutdeild sína í Evrópu. Auglýsingasamningur við eitt sögufrægasta knattspyrnulið allra tíma, Manchester United, er liður í háleitu markmiði Chevrolet.

Samningurinn er til 5 ára og tilkoma hans grundvallast ekki síst á þeirri staðreynd að 659 milljónir manns um allan heim halda með Manchester United og gera það, þar með, að einu þekktasta vörumerki veraldar. Chevrolet er því orðinn áberandi þátttakandi í einu vinsælasta sporti heims.

“Stuðningsmenn Manchester United hafa orð á sér fyrir að vera þeir tryggustu í heiminum og gildir þá einu um hvaða sport er að ræða,” segir Joel Ewanick, markaðsstjóri Chevrolet á heimsvísu. “Chevrolet fjölskyldan er sérlega stolt af samstarfinu við Manchester United og ætlar sér að hafa öfluga stuðningsmenn liðsins í öndvegi í markaðsstarfi fyrirtækisins.” David Gill, stjórnarformaður Manchester United: ” Líkt og United er Chevrolet sögufrægt, hélt uppá 100 ára afmæli sitt á síðasta ári og selur gæðabíla í yfir 140 löndum um allan heim. Síðast en ekki síst deila Manchester United og Chevrolet sömu gildum og eiga sér bæði eitt markmið; að vera best hvort á sínu sviði. Við erum því himinlifandi með Chevrolet, nýjasta samstarfsfélaga okkar “