Combo sendibíll ársins

skrifað föstudagur, 31. maí, 2019
Nýr Opel Combo er sendibíll ársins. Nýr Opel Combo er sendibíll ársins.

Opel Combo Cargo hefur verið valinn sendibíll ársins 2019. Að valinu komu 25 bílablaðamenn frá jafn mörgum Evrópulöndum. Opel Combo hafði baráttusigur með 127 stigum, en sá sem kom næstur var Mercedes Sprinter með 92 stig. Niðurstaðan var kynnt og verðlaun afhent á alþjóðlegu atvinnubílasýningunni í Hannover í Þýskalandi.

Viðurkenningin sendibíll ársins (IVOTY) er sú eftirsóttasta sem veitt er í flokki léttra atvinnubíla ár hvert. Opel hefur tvisvar áður hlotnast hún, fyrir Astra Van árið 1999 og Vivaro árið 2002.

Bilabúð Benna er umboðsaðili Opel á Íslandi. Gestur Benediktsson sölustjóri segir miklar væntingar bundnar við þennan bílaflokk hjá Opel.„Þeim hefur tekist virkilega vel upp við hönnun þessa bíls og greinilegt að áherslan á hagkvæmni, sveigjanleika og nýtingu rýmisins hefur fengið jákvæð viðbrögð. Sem dæmi er hægt að margfalda vöruflutningsrýmið með því að fella öll sæti niður í gólf að undanskildu bílstjórasætinu, en þannig má t.d. koma fyrir tveimur EURO-brettum, hlið við hlið. Opel Combo Cargo mun því henta sérstaklega vel fyrir rekstraraðila sem þurfa að skipta reglulega á milli fólks- og vöruflutninga.“ segir Gestur.

Opel Combo Cargo verður fáanlegur í tveimur lengdum. Nánari upplýsingar um Combo finnur þú HÉR