Corsa-e hlýtur Gullna stýrið
Opel bílaframleiðandinn hefur verið eitt af framsæknustu fyrirtækium heims í þróun rafbílatækninnar og árangurinn lætur ekki á sér standa.
Nýjasta dæmi þess er sú frétt að, nú á dögunum, hafi ein mikilvægustu verðlaun þýska bílaiðnaðarins, Gullna stýrið, fallið í skaut Opel. Verðlaunin hlýtur rafbíllinn Opel Corsa-e, í flokki smábíla. Þýsku miðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag standa að “Golden Steering Wheel” viðurkenningunni og er dómnefndin skipuð lesendum, sérfræðingum og atvinnumönnum í akstursíþróttum.
Í tilkynningu frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Opel á Íslandi, kemur fram að Opel Corsa–e hafi verið einn mest seldi smábíllinn á Evrópumarkaði og leiði söluna það sem af er þessu ári.
“Þessi virtu verðlaun eru góð viðbót í safnið, þar sem fyrir voru titlarnir „Best Buy Car of Europe 2020“. Að því vali stóð AUTOBEST, sem er stærsta óháða bíladómnefnd Evrópu og fulltrúi 95% íbúa í 31 Evrópulandi. Þá var bíllinn valinn „Car of the Year 2020“ af breska dagblaðinu SUN. Loks hlaut Corsa-e viðurkenninguna “Connected Car Award 2019”, þ.e. snallasti bíll ársins, “segir Benedikt Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bílabúð Benna. “Þessi langi verðlaunalisti er staðfesting á því að Opel Corsa-e hefur slegið í gegn hjá kröfuhörðustu bíleigendum heims og við eigum því von á að Íslendingar taki honum fagnandi.” segir Benedikt.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag