Drulluflottur Spark í Mýrarboltaleik Rásar 2
skrifað föstudagur, 27. september, 2013
Rás 2 stóð fyrir Mýrarboltaleik samhliða Mýrarboltamótinu á Ísafirði um verslunarmannahelgina í sumar. Í fyrstu verðlaun voru frí afnot af Chevrolet Spark frá Bílabúð Benna. Dregið var úr nöfnum þátttakenda á mótinu. Sú heppna heitir Karen Inga Viggósdóttir og er vel að verðlaununum komin, enda keppti hún með hressum félögum frá Hofsósi í liði sem hét Böllabræður.
Karen stundar nám í félagsráðgjöf við í Háskóla Íslands. Hún tók við verðlaununum í Chevrolet salnum nú á dögunum. Karen sér fram á þægilegri tilveru með vinum sínum í borginni næstu mánuðina – með drulluflottan Spark á kantinum.
Karen Inga Viggósdóttir tekur við fyrstu verðlaunum í Mýrarboltaleik Rásar 2 úr hendi Halldórs Gunnlaugssonar söluráðgjafa Chevrolet hjá Bílabúð Benna
Eldri fréttir
-
27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
-
05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september