Ennþá meiri snilld frá Porsche Frumsýning sumardaginn fyrsta

skrifað miðvikudagur, 18. apríl, 2012
Porsche 911 ekið í Hvalfirðinum.Porsche 911 ekið í Hvalfirðinum.

Nýr Porsche 911 hefur nú litið dagsins ljós. Nýjungarnar sem hann kynnir til sögunnar eru ótvíræð sönnun þess að leitinni að fullkomnun hjá Porsche lýkur aldrei; mikið vill meira. Nú er komið að því að frumsýna ennþá meiri Porsche 911 hérlendis.

Það væri okkur sönn ánægja ef þú hefðir tök á að mæta í Porsche–salinn, sumardaginn fyrsta, 19. apríl, milli kl. 12:00 og 16:00.
Porsche 911 hefur verið ókrýndur konungur sportbílsins í meira en fjóra áratugi. Alls hafa sjö kynslóðir af 911 átt sinn þátt í þróunar- og velgengnissögu bílsins, hver á sinn hátt og verið tákn fyrir ný viðmið í hönnun sportbíla um heim allan.

Það er gaman að segja frá því að myndirnar og myndbandið með fréttinni eru teknar á Íslandi, þetta voru fyrstu myndirnar sem birtar voru af bílnum.

Smellið hér til að skoða myndbandið

Nýr, ennþá meiri Porsche 911

Helstu breytingar eru þær að aflið hefur aukist, eldsneytisnotkun og útblástur minnkað, þá hefur hjólhafið lengst um 10 cm. Um leið hefur tekist, með hugvitsamlegri hönnun og ótrúlegri verkfræði, að létta bílinn umtalsvert eða um 45 kg.

Útblástur 911 Carrera er 194 g/km sem er það lægsta sem sést hefur í sportbíl. Það vekur og sérstaka athygli að minni eyðsla og útblástur bitnar með engum hætti á frammistöðu bílsins, en 911 Carrera S er 4,1 sek. frá 0-100 km/klst.

Þess má geta að á kappaksturbrautinni í Nürburgring fór hann hringinn á 7 mín. og 40 sek. sem er, hvorki meira né minna, en 14 sek. betri tími en forveri hans náði.

Nýja innréttingin í 911 er í stíl við Panamera og nýja Cayenne, sem aftur er innblásinn af útliti Carrera GT ofur-sportbílsins frá Porsche.

Ennþá meiri snilld frá Porsche Frumsýning sumardaginn fyrstaEnnþá meiri snilld frá Porsche Frumsýning sumardaginn fyrsta