Fékk Chevrolet vinning í afmælisgjöf

Chevrolet er 100 ára. Bílabúð Benna stendur fyrir alls konar uppákomum á afmælisárinu;
Ári slaufunnar. Nú er lokið spurningaleiknum Veistu Chevrolet svarið, sem fram fór á þremur stöðum á landinu: í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum.
16 vinningshafar voru dregnir úr pottinum og fyrstu verðlaun, hlaut Hörður Þormóðsson.
“Ég fékk að vita um vinninginn daginn eftir að ég varð áttræður,” segir Hörður kampakátur. “Þetta var svo skemmtileg tilviljun að ég framlengdi bara fagnaðinn.” Í spjalli við Hörð kom í ljós að bílar og vélar eru ekki einungis áhugamálið hans heldur lífsstarfið. “Ég hef umgengist bíla alla mína tíð, byrjaði sem gutti að reyna að vera til gagns á bílaverkstæði. Síðar komst ég eina vertíð sem vélstjóri á togara og þénaði svo vel að ég gat kostað sjálfan mig til náms í Danmörku þar sem ég lauk prófi í véla- og skipaverkfræði. Heim kominn, átti fyrir mér að liggja að vinna hjá fyrirtækinu Ísarn hf. í 30 ár við sölu á Scania vörubílum, rútum, bátavélum og rafstöðvum, það var frábær tími.” Hörður fylgist enn vel með bílabransanum. “Ég hef alltaf haft gaman af nýjum bílum og fer töluvert á bílasýningar, mér finnst það vera góð þróun að bílar séu að verða bæði nettari og sparneytnari, - það er af sem áður var.”
Á mynd:
Hörður Þormóðsson tekur við fyrstu verðlaunum úr spurningaleiknum,Veistu Chevrolet svarið, úr hendi Jóns Kr. Stefánssonar sölustjóri Chevrolet á Íslandi.