Frumsýning á Sportbíl heimsins

Porsche Cayman S var valinn Sportbíll heimsins 2013 á bílasýningunni í New York nýlega. Bíll heimsins er valinn á hverju ári í fjórum flokkum í tengslum við bílasýninguna í New York. Flokkarnir eru hönnun, umhverfisbíll heimsins, sportbíll heimsins og bill heimsins.
Porsche hefur tvisvar áður borið þennan titil. Árið 2006 varð fyrsta kynslóð Cayman fyrir valinu og árið 2012 hlaut Porsche 911 hnossið. Að valinu á Cayman nú stóð dómnefnd skipuð 66 bílablaðamönnum frá 23 löndum. Cayman hreif dómnefndina alveg sérstaklega fyrir óviðjafnanlegt veggrip og góða akstureiginleika í þröngum beygjum. Cayman S er með miðjusetta vél einsog Porsche Boxter. Hann skilar 325 hestöflum og er 4,9 sekúndur í 100 km hraða. Útblástur er 188 g/km CO2 og eyðslan í blönduðum akstri er ekki nema 8 lítrar á hundraðið.
Nýi Cayman S, Sportbíll heimsins 2013, verður frumsýndur í Porsche salnum hjá Bílabúð Benna laugardaginn 27. apríl, frá kl. 12:00 til 16:00.
Eldri fréttir
-
27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
-
05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september