Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo

Laugardaginn 29. mars frá 12-16

skrifað fimmtudagur, 27. mars, 2025
911 Turbo 50 years911 Turbo 50 years

Bíll númer 570 af aðeins 1974 framleiddum verður til sýnis, bara um helgina.

Á síðasta ári kynnti Porsche sérstaka 50 ára afmælisútgáfu af hinum goðsagnakennda 911 Turbo. Afmælisútgáfan var einungis framleidd í 1.974 eintökum til heiðurs árinu sem bílinn kom fyrst á götuna og gefst fólki nú færi á að sjá bíl nr 570 á laugardaginn næstkomandi hjá Bílabúð Benna. Um einstakt tækifæri er að ræða þar sem bíllinn einungis til sýnis um helgina og því mikilvægt að nýta tækifærið.

911 Turbo hefur frá upphafi sett viðmið í afköstum og akstursánægju. Afmælisútgáfan ber áfram þá arfleifð með kraftmikilli vél, háþróaðri loftaflfræði og óviðjafnanlegri aksturseiginleikum. Með einstökum útlitsbreytingum og sérsniðnum innréttingum heiðrar Porsche söguna en fangar einnig nýsköpun nútímans. „911 Turbo hefur verið tákn hraða og framsækinnar hönnunar í hálfa öld og þessi afmælisútgáfa endurspeglar sögu Porsche og framtíðarsýn,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna „Við hlökkum til að taka á móti aðdáendum Porsche og bíláhugamönnum, sjón er sögunni ríkari“.

Frumsýningin fer fram á laugardag frá 12-16 í sýningarsal Porsche á Krókhálsi 9. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega og upplifa einstaka blöndu af arfleifð og nýsköpun.