Glænýr Captiva kominn heim

skrifað 23. jún 2011
Glænýr Captiva kominn heim

Nýi Captiva sportjeppinn er kominn til Íslands. Óhætt er að fullyrða að hér sé á ferðinni ein af glæsilegri slaufum afmælisársins hjá Chevrolet

Viðtökur Íslendinga eru sérlega ánægjulegar og miðað við fyrirliggjandi pantanir er ljóst að nýjum Captiva á eftir að fjölga mikið í umferðinni á næstu misserum. Frumsýning á þessum nýja ferðafélaga frá Chevrolet er laugardagurinn 25. júní. Við hvetjum fólk til að koma í Chevrolet-salinn við fyrsta tækifæri og sannreyna sjálft gegnheil Chevrolet gæðin með reynsluakstri