Glæsileg bílasýning og happdrætti

skrifað 25. maí 2011
Glæsileg bílasýning og happdrætti

Yfir 15 þúsund manns, sóttu heim bíla- og tækjasýninguna, Allt á hjólum, sem fram fór í Fífunni helgina 21.-22 maí. Bílabúð Benna skartaði öllu sínu nýjasta og flottasta og flutti inn sérstaklega nokkra bíla af þessu tilefni.

Þar á meðal, demant sýningarinnar, ofursportbílinn 911 Speedster frá Porsche sem og fjölnota fjölskyldubílinn Chevrolet Orlando, að ógleymdum Captiva sportjeppanum frá Chevrolet sem frumsýndur var með nýju útliti við þetta tækifæri. 

Í bás Bílabúðar Benna var dreift nýjum bæklingi um Chevrolet fjölskylduna sem gildir sem happdrættismiði og geta áhugasamir ennþá nálgast hann í Chevrolet sal Bílabúðar Benna í Tangarhöfðanum. 10 vinningar eru í boði og verða dregnir út þann 15. ágúst. Alltaf velkomin.

Glæsileg bílasýning og happdrættiGlæsileg bílasýning og happdrættiGlæsileg bílasýning og happdrættiGlæsileg bílasýning og happdrættiGlæsileg bílasýning og happdrættiGlæsileg bílasýning og happdrættiGlæsileg bílasýning og happdrættiGlæsileg bílasýning og happdrættiGlæsileg bílasýning og happdrættiGlæsileg bílasýning og happdrætti