Góa fær liðsauka frá Opel
skrifað fimmtudagur, 24. nóvember, 2016
Helgi í Góu, fékk afhenta tvo glæsilega Opel Movano sendibíla nýlega. Jólin nálgast óðfluga og þá eru sendibílar mikið á ferðinni og ekkert má klikka.
Þá er eins gott að þeir séu vandanum vaxnir, hvort heldur sem er í þjónustu við mannfólkið, jólasveinana eða fyrirtækin.
Sælgætisgerðin Góa hefur í nógu að snúast allan ársins hring og þá ekki síst fyrir jólin þegar framleiðsla þeirra er á hvers manns vörum. Til að mæta eftirspurn bætti Góa við sendibílaflota sinn nú á dögunum og fyrir valinu urðu atvinnubílar frá Opel.
Góður gangur hefur verið í sölu atvinnubíla frá Opel á árinu, enda eru þeir hagkvæmir í rekstri og drifnir áfram af tæknibúnaði sem uppfyllir ítrustu kröfur bæði fyrirtækja og einyrkja.
Þú finnur nánari upplýsingar um Opel atvinnubíla hér
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag