Grænasti bill heims 2011

Rafbíllinn Chevrolet Volt gerir það ekki endasleppt. Nýlega var hann valinn “World Green Car of the Year 2011” á alþjóðlegu bílasýningunni í New York.
“Þetta val undirstrikar mikilvægi tækniframlags Chevrolet á sviði vistvænna ökutækja,” sagði Rick Scheidt, varaforseti markaðsdeildar Chevrolet, “Chevrolet Volt er sannarlega einstakur í sinni röð og markar tímamót á heimsvísu.”
Chevrolet Volt var valinn úr hópi tólf glænýrra bíla hvaðanæva að úr heiminum. Valið stóð endanlega á milli rafbílsins Chevrolet Volt, BMW 320d Efficient Dynamics Edition og Nissan Leaf. Voltinn hafði vinninginn að lokum. Þessi viðurkenning kemur í kjölfar ótal verðlauna sem hann hefur hlotið undanfarin misseri. Íslendingum mun standa til boða Chevrolet Volt síðar á árinu.