Gúmmí og grill í nýjum dekkjalager BB

skrifað föstudagur, 22. mars, 2013
DSC01687DSC01687

Dekkjavertíð sumarsins er í uppsiglingu og nýlega tók Bílabúð Benna í notkun nýjan dekkjalager að Klettagörðum 21. Af því tilefni bauð Dekkjadeild Bílabúðar Benna starfsmönnum á hjólbarðaverkstæðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, sem eru í viðskiptum við Bílabúð Benna, til grillveislu fimmtudagskvöldið 21. mars.

Jafnframt stóð verslun Bílabúðar Benna fyrir kynningu á vörum sem henta hjólbarðaverkstæðum sem bjóða upp á smáviðgerðir. Mikil stemning var ríkjandi hjá boðsgestum sem fjölmenntu í „gúmmígrillið“ og tóku vel á því.

DSC01666DSC01669DSC01673DSC01676DSC01679DSC01685DSC01687DSC01693DSC01704DSC01708DSC01709DSC01711DSC01717DSC01719