Dregið í happdrættisleik Bílabúðar Benna

skrifað föstudagur, 31. ágúst, 2012
happdr_forsidahappdr_forsida

Undanfarna mánuði hafa allir sölubæklingar Chevrolet verið merktir með happanúmeri og gilt sem happdrættismiðar í Happdrætti Bílabúðar Benna. Bæklingarnir hafa verið í dreifingu í sýningarsal Chevrolet, í verslun Bílabúðar Benna og á sýningum Bílabúðar Benna víða um land í vor og sumar.

Nú hafa eftirfarandi 10 númer verið dregin út:

1.vinningur: Afnot af Chevrolet Spark í 6 mánuði. Vinningsnúmar: 5052

2. vinningur: Eldsneyti frá Skeljungi að verðmæti kr. 100.000 Vinningsnúmer: 6157

3.-5. Vinningar: Fjögur Toyo dekk að verðmæti allt að kr. 70.000 Vinningsnúmer: 1247 – 1852 – 5064

6.-10. Vinningar: Inneign í verslun Bílabúðar Benna að verðmæti kr. 25.000 Vinningsnúmer: 7328 – 2466 – 1988 – 5070 - 2750

Hægt er að vitja vinninga í sýningarsal Chevrolet, Tangarhöfða 8.

Vinningshafar eru beðnir um að hafa, Áfram veginn 2012, Chevrolet bæklingana með happanúmeri sínu meðferðis.

Starfsfólk Bílabúðar Benna óskar vinningshöfum innilega til hamingju.