Heppilegur Spark... líka fyrir Andreu

skrifað 20. jún 2011
Heppilegur Spark... líka fyrir Andreu

Allir sem versluðu í Kringlunni í maímánuði áttu kost á að taka þátt í BÍlaleik Kringlunnar. Þátttakendur gátu unnið afnot af Chevrolet Spark frá Bílabúð Benna í sex mánuði.

Nú liggja fyrir úrslit í leiknum, upp úr lukkukassa Kringlunnar var dregið nafnið Andrea Guðmundsdóttir. Vinningshafinn lukkulegi fékk afhentan Sparkinn á dögunum og sér fram á heppilegri tilveru næstu sex mánuðina.

Á mynd má sjá verðlaunaafhendingu í Bílaleik Kringlunnar. Viðar Jökull Björnsson, rekstrarstjóri Kringlunnar og Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri Chevrolet á Íslandi, afhentu vinningshafanum, Andreu Guðmundsdóttur, Chevrolet Spark til afnota í sex mánuði.