KGM sýning 25. maí

Laugardag frá 12-16

skrifað þriðjudagur, 21. maí, 2024
KGM sýning fréttKGM sýning frétt

Við kynnum til leiks nýtt bílavörumerki á Íslandi: KGM.

KGM markar nýtt upphaf á íslenskum bílamarkaði en á þessu ári breytist nafn hins gamalgróna framleiðanda SsangYong í KGM. SsangYong hefur verið leiðandi bílaframleiðandi í 70 ár og boðið upp á öfluga og vel útbúna bíla á góðum kjörum.

KGM mun halda áfram að bjóða upp á fjölbreytt úrval jeppa og jepplinga sem og kynna nýja og glæsilega línu 100% rafbíla á næstu misserum.

Til að fagna þessum tímamótum ætlum við vera með KGM sýningu, laugardaginn 25. maí á Krókhálsi 9.

Grillaðar pylsur og ís í boði.

20% afsláttur af þurrkublöðum og bremsuhlutum fyrir KGM (SsangYong) eigendur.

Hlökkum til að sjá þig.