Kraftur og fegurð til sýnis!

Mörg orð hafa verið höfð um glæsibifreiðina Porsche Panamera frá því hún kom fyrst á markað árið 2009. Bílablaðamenn hafa farið mikinn og m.a. líkt Panamera við töfrateppi götunnar sem breyta má í villidýr með einni snertingu og allt þar á milli. En allir eru sammála um eitt; að einn bíll skuli búa að báðum þessum kostum, þægindunum og sportlegum eiginleikunum, í svo ríkum mæli, sé einstakt.
„Við kynnum núna á laugardaginn nýja útgáfu af Porsche Panamera. Satt að segja skortir mig orð til að lýsa honum og hvet því fólk til að koma í Porsche-salinn og skoða hann í návígi. Kraftur og fegurð Panamera lætur engan sannan bílaáhugamann ósnortinn,“ segir Thomas Már Gregers sölustjóri Porsche á Íslandi.
Bílabúð Benna verður með sérstaka laugardagsopnun í Porsche – salnum, 1. mars, frá kl. 12:00 til 16:00, þar sem Panamera verður í fríðum hópi Porsche bifreiða.
Eldri fréttir
-
27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
-
05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september