Leikmenn United í bestu sætunum

skrifað föstudagur, 22. febrúar, 2013
rooneyrooney

Það ríkti óvenjuleg stemning á æfingarsvæði Manchester United nú á dögunum. Þá fengu liðsmenn og stjórnendur liðsins afhenta lykla að nýjum Chevrolet bílum að eigin vali. Þetta er liður í víðtækum samstarfssamningi Chevrolet og United. „Það var gaman að fylgjast með því hvernig þarfir og lífstíll einstakra leikmanna endurspegluðust í vali þeirra á bíltegundum úr Chevrolet línunni,” sagði Susan Docherty framkvæmdastjóri Chevrolet í Evrópu.

„Það er úr mörgu að velja, allt frá sportjeppanum Captiva og langdræga rafmagnsbílnum Volt til hinna goðsagnarkenndu Camaro og Corvette. Nú má því segja að United liðið sé í bestu sætunum í mörgum skilningi; á toppi ensku deildarinnar, á flottri siglingu í bikarnum og í frábærum Chevrolet sætum á vegum úti.

Robin Van Persie er markahæsti leikmaður United þessa dagana, hann valdi sér Captiva: „Ég á tvö börn, þannig að hann hentar fjölskyldunni fullkomlega og útlitið á honum er frábært“ Hollenskur samlandi hans, Alexander Buttner, valdi sér líka Captiva: „Fjölskyldan kemur reglulega í heimsókn frá Hollandi og þess vegna er oftar en ekki þörf fyrir öll sjö sætin í honum.“

Markmaðurinn Sam Johnstone smellti sér á rafmagnaðan Volt, sama gerði miðjumaðurinn Nick Powell: „Volt er svo allt öðruvísi, mun hljóðlátari...tilfinningin er eiginlega framúrstefnuleg, sérstaklega með hliðsjón af orkusparnaðinum.“

Wayne Rooney var himinlifandi með sinn Camaro: „Hann er rosalegur, bæði útlitið og akstursupplifunin. Ég valdi þann beinskipta til að fullnýta sporteiginleikana.“ Patrice Evra, Michael Carrick og mexikanska markamaskínan Javier Hernandez völdu Corvette. Chevrolet og Manchester United undirrituðu samning sín í milli árið 2012. Chevrolet merkið mun prýða United búninginn frá og með tímabilinu 2014/15 og gilda til ársins 2021.

fergusongea_chevy