Leynigestir frá Bílabúð Benna í Fífunni um helgina

skrifað fimmtudagur, 13. september, 2018
Bílabúð Benna forsýnir nýjan Musso, sem á vafalaust eftir að<br> gleðja marga og nýjan Rexton sem er 4X4 jeppi ársins að mati<br> sérfræðinga 4X4 MagazineBílabúð Benna forsýnir nýjan Musso, sem á vafalaust eftir að
gleðja marga og nýjan Rexton sem er 4X4 jeppi ársins að mati
sérfræðinga 4X4 Magazine

Tvær nýjustu stjörnur SsangYong, Musso og Rexton verða forsýndir á 35 ára afmælissýningu Ferðaklúbbsins 4X4, í Fífunni, Kópavogi, frá föstudeginum 14. til sunnudagsins 16. september.

Undanfarin ár hefur SsangYong í Suður-Kóreu stimplað sig inn sem einn framsæknasti bílaframleiðandi heims og í kjölfarið hafa fylgt verðlaun og viðurkenningar í samkeppni við þekktustu nöfnin í hverjum flokki.
Nú á dögunum var, tilkynnt um val sérfræðinga hins virta tímarits, 4X4 Magazine, á „Best 4X4 of the year 2018“. Þar stóð nýjasta útfærslan af Rexton jeppanum, uppi sem sigurvegari og hlaut líka hæstu einkunn í samandregnu heildarmati á eiginleikum allra jeppanna í 4X4 flokknum. Sannarlega frábært veganesti í frekari landvinninga hérlendis. Á meðal þeirra sem Rexton atti kappi við voru nöfn einsog Jeep Wrangler JK, Mercedes-Benz G-Class og Toyota Land Cruiser.

Margir landsmenn eiga góðar minningar um hörkutólið Musso sem sló öll sölumet hérlendis á árunum 1995 til 2001, en þá var framleiðslu hans hætt. Orginal Musso jepparnir eru ennþá áberandi í umferðinni og hundruðir Íslendinga eru í hópi áhugamanna um Musso á Facebook, þó rúm 20 ár séu liðin síðan þeir komu til landsins. Það segir sína sögu. Margir hafa því átt sér þá ósk að framleiðsla á Musso hæfist á ný. Og nú hefur hún ræst – goðsögnin er endurfædd - og hvílíkur jeppi, bókstaflega hlaðinn staðalbúnaði og hörkuflottur. Eina vandamálið, sem stendur, er það að SsangYong annar ekki eftirspurn eftir nýja Musso og leggur fyrst um sinn áherslu á að framleiða upp í forpantanir á Asíumarkaði, en Ísland er komið framarlega í röðina og báðir jepparnir eru væntanlegir í sölu hérlendir um áramótin.

Bílabúð Benna tókst að útvega og fá til landsins, með hraði frá Ítalíu, þessar tvær nýjustu stjörnur SsangYong, Musso og Rexton. Þeir verða forsýndir á 35 ára afmælissýningu Ferðaklúbbsins 4X4, í Fífunni, Kópavogi, frá föstudeginum 14. til sunnudagsins 16. september. Þar verða yfir 100 glæsilegir ferðajeppar klúbbfélaga til sýnis auk þess sem fjölmörg fyrirtæki verða með kynningu á því nýjasta sem þeir hafa að bjóða.

Fólk er hvatt til að koma og eiga góðar stundir í Fífuna um helgina.

Opnunartími sýningar:
Föstudagur kl.18:00 - 21:00
Laugardagur kl.11:00 - 18:00
Sunnudagur kl. 11:00 - 18:00

Frítt er fyrir 14 ára og yngri.

NÝR SsangYong MussoNÝR SsangYong Rexton