Magnaður Panamera Hybrid frumsýndur í París

Bílasýningin í París er á næsta leyti. Þar mun Porsche m.a. frumsýna kynslóð númer tvö af Panamera.
Ein eftirtektarverðasta gerðin af honum sem afhjúpuð verður núna, er Panamera í Plug–In Hybrid útfærslu. Hann er með fjórhjóladrifi, 51 km drægi, sameinaða krafta upp á 462 hestöfl og 700 Nm tog. Hann er einnig búinn loftpúðafjöðrun og Sport-Chrono pakka, einsog sportbíll.
Hybrid lausnin frá Porsche er rómuð fyrir að sameina afl og aksturseiginleika og hefur sannað yfirburði sína m.a. með sigrum 919 Hybrid bílanna í Le Mans þolaksturkeppninni árin 2015 og 2016.
Þegar Panamera kom fyrst fram á sínum tíma skilgreindi framleiðandinn hann sem nýja vídd í flokki lúxusbíla, enda höfðu menn ekki séð jafn magnaða sporteiginleika í svo stórum lúxusbíl áður.
Nýr Panamera er væntanlegur til Íslands vetur 2016.
Erum byrjaðir að taka niður pantanir.
Skoða Panamera
Eldri fréttir
-
27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
-
05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september