Malibu er kominn aftur
Frumsýning
Bandaríkjamenn hafa haft Chevrolet Malibu í hávegum í meira en fjóra áratugi og þeir eru vafalaust margir á Íslandi sem eiga ljúfar minningar tengdar þeim bíl. En goðsögnin lifir, því nú er hann kominn aftur á Evrópumarkað í glænýrri útgáfu og öllu tjaldað til. „Með nýjum Malibu höfum við hannað farartæki sem stendur fyrir kjarnanum í bandarískri akstursupplifun:
Rúmgóðan bíl, sem einkennist af kraftalegum línum og skartar lúxusinnréttingu í hæsta gæðaflokki,“ segir Ed Welburn, aðstoðarforstjóri alþjóðlegrar hönnunar hjá Chevrolet. Bílagagnrýnendur hafa tekið Malibu fagnandi, enda um að ræða lúxusbíl sem er ríkulega hlaðinn staðalbúnaði og skartar hæstu einkunn í evrópskum öryggisprófunum.
Chevrolet Malibu er frumsýndur hjá Bílabúð Benna laugardaginn 16. júní.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag