Mikil söluaukning í atvinnubílum frá Opel
Skráning nýrra atvinnubíla frá Opel jókst um 25% á fyrri helmingi þessa árs. Það samsvarar 4.03 % markaðshlutdeild á Evrópumarkaði
„Þessi frábæri árangur er klár vísbending um vel heppnaðar aðgerðir sem hafa snúist um að sníða bílana að ýtrustu kröfum markaðarins,“ segir Steffen Raschig, rekstrarstjóri þróunardeildar atvinnubíla hjá Opel. „Frumsýningar okkar á nýjum Movano og Vivaro hafa leitt söluaukninguna og gefa góðar væntingar um framhaldið,“ segir Steffen.
Á heildina litið jólst salan í yfir 22 löndum Evrópu og skera Noregur og Portúgal sig úr ásamt stærstu mörkuðunum í Þýskalandi og Bretlandi.
„Atvinnubílarnir hafa verið að koma sterkir inn í Opel línuna hjá okkur og við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna. „Þetta eru fjölhæfir vinnuþjarkar sem fara sérlega vel með varninginn og bílstjórann, þeir byggja líka á frábæru orðspori í umhverfislegu tilliti og svara því þörfum hinna kröfuhörðustu í dag.“
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag