Musso Grand frumsýning

skrifað þriðjudagur, 21. janúar, 2025
MussoGrandMussoGrand

Musso Grand frumsýndur laugardaginn 25. janúar

Goðsögnin snýr aftur. Bílabúð Benna frumsýnir Musso Grand pallbílinn frá KGM, laugardaginn 25. janúar, frá 12-16 á Krókhálsi 9.

Musso er nafn sem íslenskt jeppaáhugafólk þekkir vel en og hér er á ferðinni ný og stórendurbætt útfærsla. Musso Grand er stór og glæsilegur vinnuþjarkur sem sameinar styrk, þægindi, nýjustu tækni og fyrsta flokks öryggi. Með einstökum aksturseiginleikum og glæsilegri hönnun er hann búinn fyrir allar aðstæður. Musso hefur að auki unnið til fjölda verðlauna á erlendri grundu undanfarin ár í flokki pallbíla og má t.a.m. nefna:

• 4×4 Magazine: Bestu kaupin í flokki pallbíla árið 2024
• Top Gear Besti dísel pallbíllinn árið 2024
• Carbuyer: Besti pallbíllinn árið 2023

Nánari upplýsingar: Smelltu hér