Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
Á laugardag frá 12-16
Laugardaginn 12 október frumsýnum við nýjan GT3 RS á Íslandi.
Porsche 911 GT3 RS, sem var fyrst frumsýndur erlendis á seinasta ári, byggir á arfleifð fyrri kynslóða en hefur fengið umtalsverðar uppfærslur þegar kemur að afli, loftflæði og aksturseiginleikum.
Hann kemur með 4 lítra, 6 strokka boxer vél sem nær allt að 9 þúsund snúningum á mínútu sem skilar 525 hestöflum, 465 Nm hámarkstogi og er aðeins 3.2 sekúndur frá 0-100 km/klst.
Straumlínulöguð hönnun tryggir aukinn stöðugleika og betra grip. Spoilerinn er stærri og skilar meiri þyngdarkrafti sem tekur akstursupplifunina og öryggið á enn hærra stig. Aukin notkun á koltrefjum og öðrum léttefnum skilar svo frábæru hlutfalli milli þyngdar og afls en bílinn er einungis 1.450 kg.
Endurbætt fjöðrun og fjölbreyttar akstursstillingar gera ökumönnum kleift að stilla bílinn eftir aðstæðum enda geta aðstæður verið afar mismunandi á milli kappakstursbrauta og jafnvel innan eins kappaksturs.
Nýr GT3 RS sameinar kraft og skilvirkni Porsche með nýjustu kappaksturstækninni og einblínir á aksturseiginleika og getu. Þessi kynslóð er hönnuð fyrir þá sem sækjast ekki aðeins eftir miklum hraða og afli, heldur stórfenglega akstursupplifun.
Heimasíða GT3 RS Smelltu hér
Kynningarmyndband Horfa
GT3 RS á Nürburgring brautinni Horfa
Eldri fréttir
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur