Nýr Malibu á Bókamessu í Ráðhúsinu
skrifað mánudagur, 19. nóvember, 2012
malibu_3 Það var mikið um dýrðir á Bókamessu sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina. Bókaútgefendur kynntu nýjustu afurðir sínar fyrir gestum og gangandi, sem sjá fram á fjölbreytt og gefandi bókajól. Í þeim hópi er bókin Bílar í máli og myndum, sem kemur út hjá JPV útgáfu/Forlaginu.
Hún er stórskemmtileg og fræðandi og leiðir okkur í gegnum sögu þessa merkilega farartækis, sem umbylti 20. öldinni. Í henni er fjallað um ríflega 1200 bíla af öllum stærðum og gerðum. Chevrolet á stóran þátt í þróun bílsins og því þótti tilvalið að láta nýjan Malibu taka á móti sýningargestum við inngang Ráðhúsins. Hann sómdi sér vel og bar framleiðendum sínum gott vitni.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag