Nýr Trax ber styrkinn með sér

Trax er nýr og spennandi, fimm sæta jepplingur. Hann ber styrkinn með sér og er hannaður til könnunarleiðangra í umhverfi þéttbýlisins. Hann býr yfir mikilli samskiptahæfni, þægindum fyrir farþega og miklu farangursrými. Hann er skýrt dæmi um þekkingu og sérhæfingu Chevrolet sem var brautryðjandi í framleiðslu jeppa og býr yfir meira en 75 ára sérþekkingu í þróun slíkra ökutækja. Trax er hefðbundinn jeppi sem hefur verið endurhannaður fyrir notkun í þéttbýli. Þannig byggjum við brú frá fortíð yfir til framtíðar.
Sportlegt útlit og þægilegt aðgengi
Kraftalegt og sportlegt útlit Trax ásamt nærveru sem einkennist af stöðugleika og notagildi kallar á athygli. Formuð yfirbyggingin, mikill halli á framrúðu, straumlínulöguð framljós sem teygja sig aftur með hliðunum og silfurlitar, 18 tommu álfelgur skapa saman traustlegt og glæsilegt útlit bílsins. Tvískipt vatnskassahlífin með formmótuðu Chevrolet merkinu fyrir miðju gerir síðan útslagið. Trax er sérhannaður og smíðaður til notkunar við þéttbýlisaðstæður. Jafnt á þjóðvegum með háum hámarkshraða og þröngum bakstrætum er akstursnákvæmni hans til fyrirmyndar. Innanrýmið einkennist af sportlegri fágun, miklu notagildi og fjölhæfni og skapar umhverfi sem er jafnt aðlaðandi sem fágað.
Eldri fréttir
-
27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
-
05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september