Opel Ampera-e – Loksins fáanlegur á Íslandi

Bílabúð Benna hefur fengið til landsins nokkur eintök af rafmagnsbílnum margverðlaunaða Opel Ampera-e.
Sökum vinsælda Ampera-e hafa verksmiðjurnar ekki haft undan við framleiðsluna og því hefur bíllinn ekki verið fáanlegur á Íslandi hingað til. Að sögn Gests Benediktssonar sölustjóra hjá Bílabúð Benna urðu ákveðin straumhvörf í þessum málum gagnvart Opel nú á vordögum, en þá komu stjórnendur Opel til fundar við forsvarsmenn Bílabúðar Benna og kynntu sér starfsemi Orkuveitunnar. „Opel menn sannfærðust þá endanlega um að Ísland væri hinn fullkomni markaður fyrir rafmagnsbíla og gerðu ráðstafanir til að flýta afgreiðsluferlinu,“ segir Gestur.
„Þetta eru frábærar fréttir og við lítum svo á að með komu Opel Ampera-e megi segja að rafbílavæðingin geti hafist fyrir alvöru á Íslandi, með bíl sem heldur ekki aftur af þér.“ Að sögn Gests er Opel Ampera-e 100% rafdrifinn og drægnin er hátt í 500 km á hleðslunni. „Nú eru loksins liðnir þeir tímar þegar rafmagnsbílar dugðu bara í styttri ferðir. Það besta er líka að hægt er að forpanta Amperuna strax, bæði á opel.is og nú á laugardaginn í Opel-salnum og fá hann afhentan í næsta mánuði,“ segir Gestur.
Sumarstuð Bílabúðar Benna.
Nú á laugardaginn 15. júní verður rafmagnað stuð á Krókhálsinum og mikið um dýrðir; Stjörnu-Sævar fræðir gesti um undraheima rafmagnsins, ON — Orka nátturunnar — kynnir hleðslumöguleika tengda rafbílum, Sirkus Ísland verður með andlitsmálun og candyfloss fyrir krakkana. Grillmeistarar frá Weber kynna nýju rafmagnsgrillin og allir fá ís.
Sumarstuðið hjá Benna stendur frá kl. 12:00 til 16:00 á laugardaginn og eru allir velkomnir að Krókhálsi 9.
Eldri fréttir
-
27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
-
05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september