Opel Astra valinn bíll ársins 2016
Opel Astra valinn bíll ársins 2016.
Tilkynnt hefur verið að Opel Astra hafi hlotið virtustu verðlaun bílaiðnaðarins; Bíll ársins 2016 „Car of the Year 2016“.
Að valinu kemur dómnefnd skipuð 58 bílablaðamönnum frá 22 Evrópulöndum, Þeir gáfu Astra 309 stig, en í öðru og þriðja sæti komu Volvo XC90 með 294 stig og Mazda MX-5 með 202 stig.
Dr. Karl Thomas Neuman frá Opel tók við „Car of the Year 2016“ bikarnum á fréttamannafundi við upphafið á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf sem nú er haldin í 86. skipti.
Í þessari loka atrennu bar Opel Astra sigurorð af sjö bílum sem höfðu komist í undanúrslit, en í upphafi stóð valið á milli 40 nýrra bíla af öllum stærðum og gerðum.
„Nýja Astran er fulltrúi nýrra tíma hjá Opel og þessi verðlaun eru staðfesting á því að við erum á réttri braut,“ sagði Dr. Karl Thomas Neuman. „Það er mikill heiður fyrir okkur hjá Opel að hljóta þessa viðurkenningu frá virtustu bílablaðamönnum Evrópu.“
Nýja Astran hefur fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga á sínum stutta líftíma, en hann kom á markaðinn síðastliðið haust. Um er að ræða m.a. titlana „SAFETYBEST 2015“ og Gullna stýrið „Golden Steering Wheel“. Hann landaði líka hámarkseinkunn, fimm stjörnur, í Euro NCAP árekstrarprófi nú nýlega.
„Þessi glæsilegu verðlaun eru mikið fagnaðarefni fyrir okkur,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna, sem er umboðsaðili Opel á Íslandi. „Við finnum fyrir mikilli eftirvæntingu hjá íslenskum Opel unnendum og hlökkum til að frumsýna sigurvegarann Opel Astra í vor.“
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag