Opel Corsa valinn bestu kaupin 2020
Nú á dögunum hlaut Opel Corsa titilinn „Best Buy Car of Europe 2020“, þ.e. Bestu kaupin í Evrópu 2020. Að valinu stendur AUTOBEST, sem er stærsta óháða bíladómnefnd Evrópu og fulltrúi 95% íbúa í 31 Evrópulandi.
5 bílgerðir komust alla leið í úrslit og við tóku víðtækustu prófanir sem AUTOBEST hefur nokkru sinni staðið fyrir. Opel Corsa stóð uppi sem sigurvegari með flest gæðastigin.
Þagar úrslitin voru kynnt var haft eftir Ilia Seliktar, forseta dómnefndar: „Allir bílarnir sem komust í úrslitin eru verðugir fulltrúar fyrir þau gæði sem bestu bílar Evrópu standa fyrir. Dómnefndin var þó sammála um að Opel Corsa skyldi hljóta titilinn „The Best Buy Car og Europe 2020.“
„Á síðasta ári voru fulltrúar AUTOBEST á því að sigurvegari komandi árs þyrfti að vera rafmögnuð nýjung. Þar gekk sannarlega eftir með valinu á Opel Corsa, því segja má að hér sé kominn hinn fullkomna tæknilausn í rafmagnsbíl sem er aðgengilegur almenningi, segir Ilia. „AUTOBEST sigurvegari þessa árs er sá fyrsti í sögu okkar sem segja má að sé lýsandi táknmynd þeirrar framtíðar sem rafvæðing bílaiðnaðarins bíður upp á. Nýr Opel Corsa er rafknúin lausn til framtíðar.“
Að sögn Benedikts Eyjólfssonar forstjóra Bílabúðar Benna er 100% rafmagnaður Opel Corsa væntanlegur í hús á nýju ári.
Nánar um verðlaunin HÉR
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag