Opel gripir á sýningu!
skrifað föstudagur, 22. maí, 2015
Opel Astra OPC og Cascada Við fluttum inn nokkra afar spennandi bíla fyrir bílasýninguna “Allt á hjólum” í Fífunni á dögunum.
Þar á meðal voru tveir bílar frá Opel, blæjubíllinn magnaði Opel Cascada og hinn þrælöflugi 280 hestafla Opel Astra í OPC útfærslu.
OPC stendur fyrir Opel Performance Center, en það er sérstök deild sem sérhæfir sig í smíðum á keppnisbílum, ásamt sérstökum OPC útgáfum af Corsa, Astra og Insignia, sem seldir eru til almennings.
Þessir bílar verða sendir utan um miðjan júnímánuð og því enn tækifæri til að skoða þessa fallegu gripi í sýningarsal Opel í Tangarhöfða.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag