Porsche Roadshow 2019
Ógleymanlegar stundir einkennast, oftar en ekki af spennu, ástríðu og góðum skammti af adrenalíni. Nú er einn slíkur viðburður í uppsiglingu og við gefum þér kost á að upplifa hann; Porsche Roadshow.
Þann 18. – 23. ágúst býðst þér einstakt tækifæri til að aka Porsche sportbílum undir leiðsögn sérfræðings frá Porsche. Fyrir milligöngu Bílabúðar Benna, verður haldið námskeið sem er sérlagaðað þeim akstureiginleikum sem sportbílarnir frá Porsche hafa uppá að bjóða.
Á Porsche Roadshow áttu því kost á að prófa allt það nýjasta sem þróað hefur verið af markverðustu frumkvöðlum sporbílaheimsins.
Af þessu tilefni hefur Bílabúð Benna fengið sérstaklega til landsins eftirfarandi sportbíla:
• 718 Cayman GTS
• 718 Cayman T
• 911 C2 S
• 911 C4 S
• Porsche Macan II S
• Cayenne Turbo
Á Porsche Roadshow gefst þér kostur á að aka við sérhannaðar aðstæður og takast á við hinar ýmsu þrautir. Kennsla og leiðbeiningar fara fram á 2,4 km langri kappakstursbraut Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni, í Hafnarfirði. Hún er lengsta og skemmtilegasta kappakstursbraut landsins. Hér er því um einstakt tækifæri að ræða til að kynnast eiginleikum bestu sportbílum heims í sínu náttúrulega umhverfi.
Tímalengd kennsludagskrárinnar er um þrjár klukkustundir. Að því loknu verður boðið upp á veitingar og viðurkenningarskjöl afhent.
Þess má geta að góð reynsla er komin á framkvæmd Porsche Roadshow á Íslandi. Til dæmis er mikil áhersla lögð á að taka tillit til getu þátttakanda, enda má segja að undantekningarlaust hafi fólk lýst yfir ánægju sinni með þessa mögnuðu upplifun.
Eins og gefur að skilja er fjöldi þátttakenda takmarkaður og hvetjum við þig því til að tryggja þér þitt sæti með því að hafa samband við Gísla Jensson í síma 590-2031 eða senda tölvupóst á netfangið gisli@porsche.is eða thomas@porsche.is fyrir 15. ágúst. Þátttökugjald á viðburðinn er 79.900 kr.
Við hvetjum áhugasama til að kanna rétt sinn á styrk fyrir námskeiðsgjaldi hjá sínu stéttarfélagi.
Aldurstakmark á námskeiðið er 24 ár.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag