Porsche 911 Speedster

skrifað 18. maí 2011
Porsche 911 Speedster

Í tilefni sýningarinnar Allt á hjólum höfum við flutt inn einstaklega glæsilegan sportbíl. Um er að ræða Porsche 911 Speedster.  Einungis eru framleidd 356 eintök af þessum bíl og er hann sérstaklega tölumerktur framleiðslunni.

Til landsins er komið  eintak nr. 212 og verður a hægt að sjá bílinn á sýningunni í Fífunni um helgina.  Bíllinn verður fluttur úr landi í næstu viku.

Það fer ekki á milli mála að Porsche 911 Speedster má með sanni kalla ofursportbíl. Því til sönnunar má nefna að hann nær yfir 300 km hámarkshraða og það tekur hann aðeins 4,4 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu.  Hröðun úr 80 km hraða í 120 km hraða eru 2.8 sekúndur.

Bíllinn er framleiddur í tilefni 25 ára afmælis Porsche Exclusive og vísar í fyrsta Porsche bílinn sem bar Speedster heitið:  356 Speedster.   911 Speedster er 2 sæta og er hlaðinn öllum flottasta búnaði sem Exclusive deild Porsche sérhæfir sig í, þar sem hugað er að hverju smáatriði í hönnun, jafnt að innan sem utan. Porsche 911 Speedster er sannarlega einstakur… en sjón er sögu ríkari.

Bílasýningin í Fífunni er opin frá 11-18 á laugardag og 11-16 sunnudag,  við bjóðum alla velkomna í sýningarbásinn okkar þar sem við sýnum það besta frá Porsche og Chevrolet.

Porsche 911 SpeedsterPorsche 911 Speedster