Porsche Cayman GT4 og 718 Boxster frumsýndir
Það er sérstakt tilefni til að gera sér glaðan dag á Stórsýningu Porsche hjá Bílabúð Benna á laugardaginn.
„Frumsýndir verða glæsigripirnir Porsche 718 Boxster og Cayman GT4.
Cayman GT4 er framleiddur í takmörkuðu upplagi og hefur hlotið einróma lof bílablaðamanna um allan heim,“ segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi.
„Boxster bera núna númer eins og aðrir sportbílar í Porsche fjölskyldunni og er það númerið 718. Hann er kominn með feiki aflmikla 4 cyl. vél með túrbínu. Með því hefur koltvísýringsgildið og lækkað umtalsvert sem gerir það að verkum að bíllinn er á hagstæðara verði en áður.
Í tilefni af frumsýningunni sláum við upp stórsýningu og fluttum til landsins sérstaklega nokkrar verulega spennandi útfærslur af Porsche, sem munu glansa í salnum með frumsýningarstjörnunum, “ segir Thomas.
Stórsýning Porsche verður haldin í Porsche salnum, Vagnhöfða 23, á laugardaginn 13. ágúst, frá kl. 12 til 16.
Allir eru velkomnir.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag