Ofurhetjur á Porsche Roadshow 2016 komnar til landsins.
skrifað fimmtudagur, 11. ágúst, 2016
Porsche Roadshow sportbílarnir Bílabúð Benna hefur fengið til landsins sportbílana Porsche Boxster GTS, 991 C4 S, Cayenne GTS, Cayenne Turbo S og Macan GTS.
Tilefnið er Porsche Roadshow 2016, sem fyrirtækið stendur fyrir dagana 14. - 19. ágúst, en þar gefst þátttakendum tækifæri til að aka ofursportbílum á kappaksturbraut Kvartmíluklúbbsins undir leiðsögn sérþjálfaðs Porsche kennara. Enn eru nokkur laus pláss en lesa má nánar um viðburðinn á Facebook
Einnig verða þessir bílar til sýnis á Stórsýningu Porsche núna á laugardaginn og gefst þar áhugafólki tækifæri til að skoða þessa mögnuðu bíla ásamt ofurhetjunum 718 Boxster og Cayman GT4 sem verða frumsýndar.
Stórsýning Porsche fer fram í Porsche salnum, laugardaginn 13. ágúst frá kl. 12 til 16.
Eldri fréttir
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur